Mynd Kolbrún Ýr Sturludóttir

Anna Tara býður upp á einstaklingsmiðaða fræðslu fyrir fullorðna með ADHD á fjarfundum.

Einnig býður hún upp á fræðslu fyrir fullorðna sem vilja skilja betur ADHD einkenni barna.

Þar sem ADHD einkenni hafa mismunandi birtingarmyndir hjá einstaklingum er mikilvægt að tala við sérfræðing um hvernig einkennin birtast hjá hverjum og einum.

Það er heilandi að skilja hvernig ADHD hefur haft áhrif á líf viðkomandi. Þannig eykst skilningur og dómharka minnkar.

Flest fólk með ADHD er því miður orðið langþreytt á að prófa ýmis tæki og tól sem virkuðu ekki nægilega vel. Með því að styðjast við rannsóknir á ADHD er hægt að beina fólki fyrr að því sem raunverulega virkar fyrir fólk með ADHD.

Hver tími er 50 mínútur og kostar 15.000 kr.