Mynd Kolbrún Ýr Sturludóttir

Anna Tara býður upp á einkatíma í einstaklingsmiðaðri ADHD fræðslu á fjarfundum og ADHD námskeið.

Veitt er innsýn inn í rót ADHD einkenna og hve ólík birtingarmynd þeirra er milli einstaklinga. Það er heilandi að fá hjálp sérfræðings til að skilja hvernig ADHD einkenni birtast hjá hverjum og einum og áhrif þeirra á líf þeirra. Þannig eykst skilningur og dómharka minnkar.

Flest fólk með ADHD er því miður orðið langþreytt á að prófa ýmis tæki og tól sem virkuðu ekki nægilega vel. Með því að styðjast við rannsóknir á ADHD er hægt að beina fólki fyrr að því sem raunverulega virkar fyrir fólk með ADHD. Fræðslan er miðuð að fullorðnum en nýtist einnig þeim sem vilja skilja betur ADHD einkenni barna.

Einkatími á fjarfundi er 50 mínútur og kostar 15.000 kr. Endilega hafið þið samband til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið.